Einkaþotufyrirtækið NetJets

Ég fæ alltaf sendan póst reglulega frá einkaþotufyrirtækinu NetJets, en þeir eru að stækka gríðarlega í Evrópu um þessar mundir og eru að auglýsa eftir flugmönnum. Þeir gera ráð fyrir að ráða 200 flugmenn árið 2008 og hafa lagt inn fjölda pantanna fyrir nýjar einkaþotur.

Saga NetJets er hægt að rekja aftur til 1964, en þá var Executive Jet stofnað og þar varð til fyrsta einkaþotufyrirtækið sem leigir út þotur sínar til margra viðskiptavina. 1986 tók fyrirtækið fyrst kipp, þegar viðskiptavinir gátu keypt "hluta" í vélunum. Það borgaði reglulega gjald fyrir að vera meðlimur, og svo er borgað fyrir flugtíma þegar þarf að ferðast í vélunum. Þetta er bara svipað og vera meðlimur í Geirfugli, nema að maður flýgur ekki vélunum sjálfur.

Fyrir viðskiptafólk eru kostirnir margir. Meðlimir geta pantað vél með allt að 4 tíma fyrirvara, ekki þarf að standa í biðröðum á stórum alþjóðaflugvöllum og hægt er að fljúga á minni flugvelli, sem eru e.t.v. nærri áfangastöðum. Það er þó dýrara að ferðast með þessum hætti heldur en á business class hjá hefðbundnum flugfélögum, en mun ódýrara heldur en að reka sína eigin einkaþotu. Tímasparnaðurinn er auðvitað mikill og tíminn er pengingar.

Í dag teygir NetJets arma sína um allan heim og eru með um 650 einkaþotur á snærum sér. Ef fyrirtækið teldist með venjulegum flugfélögum, ætti það 3. stærsta flugflotann í heimi. NetJets segist vera það flugfélag sem vex örast nú um mundir í Evrópu. Fyrir á fyrirtækið m.a. 50x Citations, 20x Hawker 400XP, 40x Hawker 800XP, einhverjar Falcon 2000 og auðvitað flaggskipið, 7x Gulfstream V.

Nýlega tilkynnti NetJets Europe pöntun sína á um 30x Hawker 750, en fyrir var fyrirtækið búið að panta Hawker 4000 og hin splunkunýja, ótrúlega Falcon 7X, en allar þessar verða komnar í notkun frá 2008.

Flugmenn NetJets Europe eru um 900 og geta valið um að búa í klukkutíma fjarlægð frá 43 borgum Evrópu. Unnið er í 6 daga í röð, og svo frí í 5 dagar þar á eftir. Oftast er þó dvalið fjarri heimahöfn þá daga sem er unnið, en flugmenn geta þess vegna flogið um allan hnöttinn og eru því mikið í burtu á spennandi stöðum. 

Því miður er Ísland ekki enn á kortinu, en það væri forvitnilegt að vita ef NetJets þotur sjáist einhverntíman fyrir framan Flugþjónustuna á Reykjavíkurflugvelli? Það hlýtur bara að vera. 

Mér finnst ákveðinn sjarmi yfir þessum geira flugsins, og væri til í að prófa að vinna við þetta í einhvern tíma, en ekki strax. Kannski eftir 3-5 ár í viðbót hjá venjulegu flugfélagi væri maður til í að prófa þetta, þrátt fyrir að þeir geri eingöngu kröfu um að flugmenn séu með um 1000 þotutíma til að sækja um.

Það verður spennandi að fylgjast með NetJets í framtíðinni, en fyrrum starfsfélagi minn, Niels frá Hollandi, starfar núna hjá þeim og flýgur frá Amsterdam og er hæstánægður með starfið!

---------

Uppfært 20. nóv, kl. 11.00:

---------

Ég hafði samband við Niels vin minn eftir að hafa skrifað þessa grein. Ég spurði hann hvort hann væri ekki spenntur fyrir nýju vélunum, Falcon 7X og Hawker 4000, og hvort hann væri ekki ánægður með starfið. Hann svaraði mér 10 mínútum síðar, lauslega þýtt á íslensku:

"Sæll, ég er nú að fljúga Falcon 2000EX (EASy), sem er frábær blanda af stuttum og löngum flugum. Ætli draumurinn sé ekki að fljúga Falcon 7X einn daginn, en það kemur í ljós. Ég er í Mílanó núna, á bakvakt, þannig ég er á leiðinni niður í bæ að skoða mig um og versla ásamt flugstjóranum og flugfreyjunni. Það er alltaf ein freyja um borð í Falcon vélunum.

Já við fljúgum mikið til Íslands. Raunar var ég í Keflavík síðasta laugardag. Þar lá ég í bláa lóninu í frosti og stormi, 25 m/s. Þú kannast við það, er það ekki?"

Strákurinn semsagt ánægður með starfið. Ég kíkti á google og leitaði að mynd af vélinni sem Niels er að fljúga. Fann þessa mynd þar sem flugfreyjan er að undirbúa komu farþega eftir góðan dag í skíðabrekkunum: Hver væri ekki til í að fara í svona skíðafrí? 

Falcon 2000EX

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Ásgeirsson

Höfundur

Davíð Ásgeirsson
Davíð Ásgeirsson
Flugmaður búsettur í Englandi. Hér mun ég skrifa um ýmislegt sem snýr að flugi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • boeing-707-3v-250
  • boeing-707-3v
  • KC-135 í Keflavík
  • boeing-707-3v
  • boeing-707

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband