Myndband af lendingu Dash-8 frá SAS

Þetta er í þriðja skiptið á skömmum tíma sem að lendingarbúnaður gefur sig á Dash-8 Q400. Að þessu sinni var lendingin heldur mýkri en sú síðasta. Ætli flugmaðurinn sé í æfingu í að lenda við þessar aðstæður?

Hér má sjá myndband af lendingunni í dag. Áhöfnin stóð sig sérstaklega vel, bæði við lendinguna, og einnig við að koma farþegum út. Sjá má á þessu myndskeiði að það er búið að slökkva á hægri hreyflinum við lendingu til að koma í veg fyrir enn frekari skaða.

Það sem vekur athygli er að hinir ýmsu aðilar, m.a. framleiðandur vélarinnar, lendingarbúnaðarins, flugfélagið sjálft og fjöldi flugmálayfirvald sannfærðu fólk um að búið væri að koma í veg fyrir vandann og þar af leiðandi var vélunum leyft að fljúga á ný.

Það verður að teljast grunsamlegt að þetta komi aðeins fyrir Q400 vélar SAS, það eru um 140 Q400 vélar í notkun um allan heim, en SAS var með 24 eintök skráð í apríl á þessu ári. Reyndar kom upp smá vandamál við eina vél í Japan, en það er allt og sumt sem ég veit af. Reyndar eru SAS með ein elstu eintök af þessari vél. Hér má sjá hvaða flugfélög notast við þessa vél og hér er sami listi frá Wikipedia

Ég sé þessar vélar oft hér á rampinum í Newcastle. Flybe er með 33 Q400 í notkun og á von á um 30 í viðbót, og er þar með það flugfélag sem rekur flestar Q400 í heiminum. Wideroe kemur einnig hingað daglega frá Noregi, en þeir eru með 4 vélar í notkun. Bæði þessi flugfélög þurftu að hætta að fljúga sínum vélum fyrir skömmu, spurning hvort það sé aftur raunin að þessu sinni.

Þetta verður að teljast allt mjög undarlegt. Að minnsta kosti geta áhafnir vélarinnar andað léttar meðan það er búið að kyrrsetja flotann.


mbl.is Lendingarbúnaður Dash-8 vélar gaf sig við lendingu á Kastrup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Ásgeirsson

Höfundur

Davíð Ásgeirsson
Davíð Ásgeirsson
Flugmaður búsettur í Englandi. Hér mun ég skrifa um ýmislegt sem snýr að flugi.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • boeing-707-3v-250
  • boeing-707-3v
  • KC-135 í Keflavík
  • boeing-707-3v
  • boeing-707

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband