Starfsmenn hagnast á góðum árangri easyJet

Það hefur lengi verið ljóst að í ár stefndi í besta ár easyJet. Í síðasta mánuði gaf forstjóri easyJet, Andy Harrison, öllum starfsmönnum flugfélagsins hlutabréf í fyrirtækinu að andvirði 2 vikna launa. Þetta gerði hann líka í fyrra, þannig að þeir sem hafa starfað hjá fyrirtækinu í meira en ár eiga núna hlutabréf í easyJet að andvirði mánaðarlauna sinna. Það hlýtur að teljast höfðinglegt að leyfa starfsmönnum að njóta góðs af hagnaðinum.

Í morgun fengu starfsmenn fréttir af ársuppgjöri easyJet, þegar forstjórinn sendi póst til allra starfsmanna. Þar kemur fram að árið 2007 sé án nokkurs vafa hið besta í tíð flugfélagsins. Sá mælikvarði sem fyrirtækið notar er hagnaður per sæti. Hann er nú £4,30 en var árið 2005 £2.38. Markmiðið er að komast yfir £5.00 per sæti, en þar hefur Ryanair verið undanfarin ár. 

Þetta telst vera sérstaklega góður árangur þar sem yfirvöld í Bretlandi tvöfölduðu skatta á farþega sem flugu innan Bretlands. Hagnaðurinn kemur ekki að sjálfu sér, en easyJet hefur tekist að hagræða töluvert í rekstrinum, m.a. með því að farþegar geta keypt sér "Speedy Boarding", sem gefur þeim farþegum kost á að fara fyrst um borð í flugvélina og velja sér sæti, en frjálst sætaval er hjá easyJet.

Það eru þó krefjandi tímar framundan. Hagfræðingar spá samdrætti í Bandaríkjunum á næstunni, auk þess sem að stýrivextir hafa aukist hratt hér í Bretlandi undanfarið. Það sem hefur þó mest áhrif er olíverðið í heiminum, sem nú er komið yfir $90 á tunnu, og þannig eykst árlegur eldsneytiskostnaður easyJet um £50 milljónir, eða yfir 6 milljarða íslenskra króna aukning. Auk þess hafa flugvallagjöld stóreykst á stórum alþjóðaflugvöllum, svo sem Stansted, Gatwick, Luton og Berlín Schoenfeld.

Ljóst er að ekki geta öll flugfélög í Evrópu í dag lifað af þessa "kreppu" ef rætist úr henni. Nú þegar eru margir farnir að spá um ýmsa samruna og flugfélög kaupi upp önnur flugfélög. easyJet keypti á dögunum upp GB Airways, og með þeim kaupum varð easyJet stærsti flugrekandinn frá London Gatwick, ásamt British Airways. Sjá nánar í færslu hér fyrir neðan.

Það verður að teljast ólíklegt að flugfélögin nái að koma til móts við þennan aukinn kostnað með því einu að auka miðaverð, þótt að "sum" flugfélög séu byrjuð á því nú þegar. Það verður því spennandi að fylgjast með stórum flugfélögum eins og easyJet í framtíðinni, sérstaklega þegar sífellt er þrengt  af þessum öruggasta, vistvænasta og hagkvæmasta ferðamáta samgangna, fluginu. 

Hér eru nokkrir áhugaverðir punktar um árið 2007 hjá easyJet:

Stækkun:
  • 37 milljónir farþega, 13% aukning frá því í fyrra.
  • 20 nýjar Airbus 319, hættu að nota 5 eldri Boeing 737
  • Opnaði 17. base-ið í Madrid, ásamt tilkynningu um 2 ný base í París og Lyon.
  • 8 nýir áfangastaðir, 46 nýjar leiðir
  • Samtals 289 flugleiðir milli 77 flugvalla í 21 landi.
Tekjur:
  • Tekjur frá farþegum minnkuðu um 3% í £40.42 per sæti
  • Hagnaður per sæti jókst hinsvegar um 30% með ýmsum hagræðingum.
Starfsmenn:
  • Nýr búningur fyrir flugfreyjur og -þjóna, allir mjög ánægðir með það.
  • 400 nýjir flugmenn, 1000 nýjar flugfreyjur/-þjónar.
Umhverfissjónarmið:
  • Flýgur nýjum vélum, og flestar vélar fullar. Lægra "carbon footprint".
  • Hægt er að vega upp á móti mengunninni með vægu gjaldi við bókun.
  • easyJet hefur hvatt til þess að gamlar vélar sem menga mest séu ekki í notkun í Evrópu.

mbl.is Hagnaður easyJet jókst um 62%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Ásgeirsson

Höfundur

Davíð Ásgeirsson
Davíð Ásgeirsson
Flugmaður búsettur í Englandi. Hér mun ég skrifa um ýmislegt sem snýr að flugi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • boeing-707-3v-250
  • boeing-707-3v
  • KC-135 í Keflavík
  • boeing-707-3v
  • boeing-707

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband