Með easyJet til London

Ekki gekk upp hjá British Airways að hagnast nægilega á þessari leið. Það hefur sennilega ekki verið pláss fyrir 2 flugfélög sem bjóða upp á fulla þjónustu, og verðin voru svipuð. Samkeppnin þykir ekki hörð milli flugfélaganna á Íslandi núna, en IcelandExpress og Icelandair bjóða upp á svipuð verð á flugum til London og deila markaðnum bróðurlega á milli sín.

Ég er fullviss um að það er pláss fyrir alvöru lággjaldaflugfélag að fljúga til Íslands. Ég trúi því að það séu margir sem kjósa að fljúga til London fyrir 35 pund, 4.500 krónur, með sköttum, sem er dæmigert verð á svona flugleið hjá easyJet. Ég er viss um að það eru fleiri en ég sem finnst ánægjulegt að ferðast með easyJet, sérstaklega á flugleið sem er innan við 3 tímar.

Mér finnst IcelandExpress ekki vera alvöru lággjaldaflugfélag. Verðin eru svo sannarlega ekki í samanburði við það.  Ef ég ætlaði að skella mér í frí til Alicante frá Reykjavík 9. - 16. janúar með IE kostar flugmiðinn 34,290 kr. báðar leiðir. En þar sem ég bý í Newcastle kostar það mig einungis £82.96, eða um 10.700 kr. með easyJet báðar leiðir. Bæði verð eru með sköttum og gjöldum, fengin af heimasíðum flugfélaganna í dag, 26. nóv.

Íslendingar þurfa ekki að sætta sig við þetta. Eftir að easyJet tók yfir GB Airways ráða þeir yfir um 24% "slotta" á flugvellinum, og frá Gatwick fljúga þeir á ótal áfangastaði. Það er því tilvalið fyrir fyrirtækið að nota tækifærið og hefja áætlunarflug til Íslands. Svo má ekki gleyma því að Go flaug hingað fyrir nokkrum árum, en easyJet tók yfir það flugfélag en af einhverjum ástæðum héldu þeir ekki áfram þeirri flugleið.

Ég er viss um að þessi leið gæti skilað easyJet hagnaði. Það væri einnig frábært fyrir ferðaiðnaðinn á Íslandi að fá alvöru lággjaldaflugfélag til landsins, sem gerir fleiri erlendum ferðamönnum kleift að heimsækja Ísland, og fleiri Íslendingum að ferðast um Evrópu.

 


mbl.is BA hættir flugi til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Benediktsson

eða Ryan air

Jón Þór Benediktsson, 26.11.2007 kl. 12:19

2 identicon

Það er samt ekki skrýtið að borga 34 þús. fyrir flug frá Íslandi til Alicante og 11 þús. frá Gatwick þegar flugið frá Íslandi til Gatwick er lengra en frá Gatwick til Alicante (og það er liggur við flogið yfir Gatwick á leiðinni milli Íslands og Alicante).  Markaðurinn fyrir flug milli London og Spánar er svo miklu stærri en milli London og Íslands og því hægt að ná upp gífurlegri stærðarhagkvæmni milli London og Spánar sem ekki er fyrir að fara milli London og Íslands.

Ég fíla Iceland Express og það má ekki gleyma því að það er þeim að þakka að verðin eru 20 þúsund í staðinn fyrir 40 þúsund milli London og Íslands eins og fyrir nokkrum árum.

Sigurður Stefánsson (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 12:31

3 Smámynd: Davíð Ásgeirsson

Ég tók dæmi frá Newcastle til Alicante, sem er rúmlega 3 tíma flug, í staðinn fyrir 5 tíma flug IcelandExpress. Flugtíminn er ekki helmingi lengri, en samt er verðið þrisvar sinnum hærra frá Íslandi. Hér í næsta nágrenni Newcastle búa um 300.000 manns, en þeir þjóna þó einhverju stærra svæði hér í kring, en þó ekki margfalt fleiri en á Íslandi.

Ef þú ert sáttur við að verðið sé núna 20 þús, væri það ekki enn betra ef verðið væri 10 þús? 

Davíð Ásgeirsson, 26.11.2007 kl. 12:48

4 Smámynd: Davíð Ásgeirsson

Svo má bæta því við að easyJet flýgur til dæmis frá Stansted til Tallinn í Eistlandi, sem er svipuð vegalengd og frá London til Íslands. Í Tallinn búa um 400.000 manns, en samt fljúga þeir þessa leið daglega, og bjóða upp á verð niður í 25 pund aðra leið. Þeir hljóta að vera að hagnast á þessari leið, af hverju ættu þeir þá ekki að hagnast á því að fljúga til Íslands?

Davíð Ásgeirsson, 26.11.2007 kl. 12:55

5 Smámynd: Sigurjón

Ég vona innilega að almennilegt lággjaldaflugfélag fljúgi hingað fljótlega.  Easyjet væri fínt.

Sigurjón, 26.11.2007 kl. 13:09

6 identicon

Svo má bæta því við að þú tekur á loft og lendir velinni aðeins einu sinni alveg sama hvert þú flýgur en stórhluti af kostnaðanum eru þessir hlutir.

Binni (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 13:33

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég er hjartanlega sammála þér Davíð að Iceland Express er ekki lengur lággjaldaflugfélag, enda held ég að þeir séu reyndar hættir að kalla sig því nafni. Verð á þeirra flugmiðum er oft hærra en hjá Icelandair, en það er samt sem áður ekki hægt að neita því að það er Express að þakka að það er mun skaplegra verð á millilandaflugi til og frá landinu en var áður en félagið kom til sögunnar.

Icelandair hefur heldur ekki tekist að brjóta Express á bak aftur með hjálp íslenskra stjórnvalda eins og raunin hefur verið með aðra samkeppnisaðila, sbr. GO. Því ber einnig að fagna.

Það væri frábært að fá Easyjet, það félag er þekkt fyrir mjög lágt verð og ég er sammála þér að þeir gætu náð upp góðri arðsemi á þessari leið.

Varðandi BA þá athuga ég oft verð hjá BA en það hittist því miður oftast þannig á að Express eða Icelandair eru lægri, eða með svipað verð og í þeim tilvikum vinnur það ekki með BA að heimflugið er ansi snemma morguns, 8 að mig minnir.

Hver ætlar að taka að sér að hringja í Easy Jet?  

Heimir Eyvindarson, 26.11.2007 kl. 14:06

8 Smámynd: Davíð Ásgeirsson

Ég er búinn að senda forstjóranum e-mail, ég bíð eftir svari og læt ykkur vita

Davíð Ásgeirsson, 26.11.2007 kl. 14:17

9 Smámynd: Ingi B. Ingason

Væri fínt að fá EasyJet - En RyanAir mundi ég aldrei vilja sjá hérna. Því flugfélagi þarf að fleygja í fangelsi....allavega hafa þeir kostað mig ekkert nema hremmingar sem að hafa verið mér dýrkeyptar.....

Ingi B. Ingason, 26.11.2007 kl. 18:03

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég hef flogið milli Amsterdam og London með easyJet og ekkert annað en gott um það að segja. Flaug nýlega til Alicante með Vueling í nýrri Airbus A320 vél. Það var ekkert í matinn, en það skiptir ekki máli í þriggja tíma flugi.

Annars væri ég til í að fá samkeppni á Schiphol. Lággjaldaflugfélög eru flott. Það er ekkert verra en að borga 20.000 kall fyrir örbylgjumáltíð.

Villi Asgeirsson, 26.11.2007 kl. 21:15

11 Smámynd: Davíð Ásgeirsson

Bæði Icelandair og IcelandExpress eru búin að tilkynna að þau muni auka við flug til London frá og með næstu sumaráætlun.

Davíð Ásgeirsson, 27.11.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Davíð Ásgeirsson

Höfundur

Davíð Ásgeirsson
Davíð Ásgeirsson
Flugmaður búsettur í Englandi. Hér mun ég skrifa um ýmislegt sem snýr að flugi.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • boeing-707-3v-250
  • boeing-707-3v
  • KC-135 í Keflavík
  • boeing-707-3v
  • boeing-707

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 263

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband